Ford Explorer 2012

 

Þá er komið að fyrstu bílaprófuninni hjá okkur hér hjá Mótor & Sport og fyrir valinu varð Ford Explorer.
Bíllinn sem við fengum var 2012 Explorer með öllum aukahlutum nema topplúgu og með 3,5L V6 TI-VCT vélinni sem er 290 hestöfl, (2013 ágerðin er fáanleg með 365hestafla EcoBoost Twin Turbo vélinni fyrir þá sem hafa áhuga) leður innrétting var í tækinu og fullkomið tölvu og leiðsögukerfi.
Hann var í „sterling“ gráa litnum og með kolagráa (charcoal) leðurinnréttingu og á 20“ álfelgum.
Bíllinn er sérstaklega rúmgóður og fer vel með bæði ökumann og farþega, enda frekar stór af miðstærð jeppa að vera, þó alls ekki of stór.

Ford hefur komið haganlega fyrir tveimur bekkjum fyrir aftan framsæti og er nokkuð rúmgott um farþega þó að kannski geti orðið svolítið þröngt um þá sem stærri eru í aftasta sætinu. Hægt er að leggja niður báða afturbekkina og myndast þar gríðarlega mikið pláss ef menn eru að standa í flutningum. Innréttingin í Explorernum finnst mér vera mjög stílhrein og þægileg bæði fyrir ökumann og farþega og þá er öll umgengni um bílinn mjög góð.
Ford hefur lagt mikið upp úr allskonar tölvutækni í bílnum og verður undirritaður að viðurkenna að honum fannst hann vera eins og fiskur á þurru landi til að byrja með, en svo vandist þetta og er í raun bara þægilegt þegar maður er búinn að læra á þetta. En það verður að segjast eins og er að ef fólk er ekki tölvuvænt þá er þetta ekki bíll sem það ætti að spá í nema að hafa góðan tíma til að læra á kerfin í honum.
Allir rofar og takkar eru mjög vel staðsettir og þarf ekki að taka hendur af stýri nema í örfáum tilfellum og þá yfirleitt til að stilla miðstöðina, það er hitann fyrir ökumann og/eða farþega, en bíllinn er með svokallað „climent control“ þar sem þú getur stillt hitann fyrir hvern farþega fyrir sig.
Flottur hvar sem á hann er litið 2012 Ford Explorer og nýtur sín vel í Íslensku landslagi
Hægt er að hækka og lækka útvarpið í stýrinu, stilla speglana beggja vegna og að sjálfsögðu að virkja og stilla hraðastillinn (cruise control). Þá er einnig hægt að virkja og notast við raddstýringu þegar verið er að stilla útvarpið eða hljómkerfið i bílnum, sem og tengingu við farsíma, enda bíllinn búinn fullkomnum tengingum fyrir farsíma og myndavélar en einnig má nota skjá bakkmyndavélarinnar, sem er 8“ stór, til að skoða vidomyndir sem hafa verið teknar upp á myndvél.
Þá er „WI-FI“ í bílnum fyrir alla farþegana.
Ef við skoðum heildar hönnunina á Explorer þá verður að segjast að allt tal um afturhaldssemi hjá „kananum“ er gömul tugga. Explorerinn er nýtísku hönnun bæði hvað varðar útlit innréttingu og kram (vél og drifrás) og allt tal um annað eru bara hreinir fordómar!
TI-VCT vélin er hljóðlát og aflmikil auk þess sem að hún er með því sparneytnasta í þessum flokki í dag, er aðeins að eyða um 10L á hverja 100km á langkeyrslu.
Sjálfskiptingin í bílnum er 6 þrepa og gerir mikið til að mýkja aksturinn til muna, þó eru niðurskiptingarnar svolítið harðar en það getur verið stillingaratriði.
Við prófuðum bílinn bæði í borgarakstri og síðan úti á vegum og var þá um að ræða bæði slæman malarveg, ný lagða klæðningu og síðan vegi með slitlagi.
Á malbikuðum vegi er bíllinn mjög skemmtilegur og það er ekki frá því að maður finni fyrir smá sportbílaeiginleikum þegar fjöðrunin er annars vegar, en hún er skemmtilega stíf, þó ekki of stíf.
Á klæðningunni þá setti maður bara stillinguna á lausa möl og hálku og það vægast sagt svín virkaði og bíllinn var það stöðugur á ferð að fátt benti til að maður væri að keyra á möl. Þá var komið að malarveginum og valdi ég einn sem ég vissi að var bæði harður og holóttur og það er skemmst frá því að segja að Explorerinn stóð sig með prýði og holur og hvörf runnu undir hann án þess að mikið fyndist fyrir þeim.
Bíllinn er ótrúlega lipur í bænum af sjö manna jeppa að vera og er það kannski mikið því að þakka að Amerískir jeppar hafa í gegnum tíðina verð með mjög þröngan beygju radíus og þar er Explorerinn engin undantekning.
Þegar búið er að leggja niður bekkina kemur í ljós hversu mikið plássið er aftur í.
Eintakið sem blaðamaður prufaði var „Limited“ gerðin og með öllum þeim auka og tölvubúnaði sem völ er á utan topplúgu og þar með talið: bakk myndavél, „terrain control“ sem er stillanleg fyrir það undirlag sem ekið er á, „blind spot information system“ sem varar við hlutum sem eru utan sjónsviðs ökumanns, stillanleg árekstra/fjarlægðarvörn með hemlunaraðstoð, þá er hann einnig útbúinn sónar sem leggur honum í stæði fyrir þig og sérstökum skynjurum sem aðstoða við akstur þegar ekið er með tengivagn. Bíllinn sem undirritaður prófaði var einmitt með dráttarpakkann og þess vegna var fjöðrunin svolítið stífari en á venjulegu gerðinni.
En niðurstaða okkar er sú að þú ert að fá bíl fyrir allan peninginn þar sem Ford Explorer er annars vegar og kostirnir vega upp þá fáu galla sem við gátum fundið, enda bíllinn ný hönnun og á bara eftir að verða betri og ekki skemmir verðið fyrir en það er eitt það lægsta fyrir bíl í þessum klassa.
Alla vega hvetjum við alla sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa jeppa í þessum stærðar flokki að koma við og skoða Explorer.

Lítum aðeins á mótorinn í þessum Explorer sem við prófuðum.

Mótorinn er 3.5L V6 ál mótor  með tveimur yfirliggjandi kambásum og fjórum ventlum á hverjum strokk.

Þjöppuhlutfallið é mótornum er mjög heilbrigt eða 10,8:1 og hestöflin eru 290 við 6500 snúninga og togkrafturinn er 255 fet pund við 4000 snúninga sem gera 346 NM við 4000 snúninga.

Vélin er gerð fyrir 87 okt blýlaust bensín og „multy port“ innspýting sér um að koma því til skila en bensíntankurinn tekur 65 lítra.

Explorerinn er framleiddur annað hvort framdrifinn eða fjórhjóladrifinn og að sjálfsögðu er það fjórhjóladrifsútgáfann sem við fáum hingað til lands.

Standard sjálfskiptinginn í bílnum er sex gíra „selectShift“ með mjög lágum fyrsta gír eða 4,48:1 sem kemur eiginlega í stað lága drifsins en hæsti gír er yfir gír sem er 0,746:1.

Drifhlutföllin í bílnum eru 3,39:1 þannig að gott jafnvægi er í bílnum í akstri og finnst alls ekki fyrir því hversu lágur fyrsti gírinn er.

Fjöðrun.

Fram fjöðrunin er sjálfstæð með 32mm ballansstöng.

Afturfjöðrun er einnig sjálfstæð með gormahöggdeifum.

Stýrið er tannstöng með rafmagns hjálparátaki og er kerið sem Ford notar kallað „EPAS“.

Og er hlutfallið 15,75:1.   Beygju radíus bílsins er 12,9 metrar.

 

Bremsur.

Loftkældir 12,8“ (32,5cm) diskar eru á öllum fjórum hjólum og eru að sjálfsögðu ABS bremsur á bílnum auk kerfis sem Ford kallar „AdvanceTrack“

Felgurnar á bílnum sem við prófuðum voru 20“ álfelgur, og dekkin voru P255/50R20 BSW sem komu mjöfg vel út og veru mjög hljóðlát.

Mál og stærðir.

Bíllinn er 5 metra langur og lengd milli fram og afturhjóla er 286cm.

Full breidd bílsins með hliðarspeglum er 229cm og heildar hæð án aukahluta er 180cm.

Sporvíddin er 170cm sem gerir bílinn mjög stöðugann og góðann í akstri og þá sérstaklega á lausu undirlagi.

Explorerinn geymir líka annað leyndarmál fyrir árið 2013 og er það 3.5L EccoBoost vélin.

Hún er V6 eins og VTI vélin en með tvær afgasforþjöppur sem gefa henni  365hestöfl og færir eyðsluna niður um eina tvo lítra á 100km (verksmiðjutölur).

2012 var hægt að fá Explorer með 4 strokka 2.2L EccoBoost vél sem telur 245 hestöfl, en ég held að ég kjósi frekar V6 vélina.

EccoBoost véla línan er framtíðar vélinn sem Ford ætlar að byggja á og er hún meðal annars sú vél sem á að vera standad vélin í Ford Mustang, en þá á að auka aflið í henni í yfir 400 hestöfl.

Nú eru kannski einhverjir sem eru ekki sáttir, en við skulum átta okkur á því að með litlum breytingum náði Buick yfir 600 hestöflum út úr V6 3.8L turbo vélinni hjá sér og þá kvartaði enginn.

Miðað við það sem undirritaður hefur lesið þá er EccoBoost vélin snilldar græja og á eftir að verða stórt nafn hjá Ford ef að þeim tekst að þróa hana rétt, og mér sýnist á öllu að þeir sú á réttri leið.

Annað sem ég er ennþá að að klóra mér í höfðinu yfir er millikassleysið í Explorer, og þá á ég við að hafa ekkert lágt drif.  Stóra spurningin er hvað hefur þú að gera við lágt drif í jeppa eins og Explorer sem mér finnst vera millistig milli sportbíls og lúxusbíls og það sama má líka segja um jeppa í svipuðum stærðarflokki frá öðrum framleiðendum þar sem millikassin með lága drifinu hefur fengið að víkja, spuningin er í raun af hverju.

Ekki erþað þyngdin því að þessir bílar eru að slefa í 2000 kg þannig að millikassi með lágu drifi getur eiginlega ekki bætt miklu við það þyngd.

Þessir bílar eru jú með drifi á öllum hjólum þannig að þeir þurfa að vera mað einfladann millikassa auk drifskafta og alls þess búnaðar sem venjulegur jeppi þarf að vera með.

Þá getur Explorer-inn dregið nokkuð hraustlega og þeir sem eiga stór hjólhýsi ættu ekki að örvænta þar sem bíllinn má draga tengivagn sem er allt að 2270kg, sem þýðir einfaldlega að hægt er að draga annan Explorer á kerru aftan í hinum og allt er í góðu lagi.