Febrúar 2013

Þá er þetta fyrsta tölublað á nýju ári að líta dagsins ljós. Við höldum okkar striki þó svo að vegna óviðráðanlegra orsaka sé blaðið í þynnra lagi annan mánuðinn í röð. Við vonum þó að næsta blað verði veigameira. Við fengum ekki allt það efni sem við höfðum vonast til að fá margra hluta vegna, en við bætum það upp með góðu efni sem við náðum í núna í janúar og þar með er prófun á VW Golf 2013.
 
Þá erum við með úrslitatöflu úr Motocross auk flottra mynda og stóra og mikla grein um BMW M bílana. Þá erum við með smá hugleiðingu frá umferðarstofu, en þeir munu verða með innslög í komandi blöð. í næstu blöðum ætlum við að halda okkar striki og halda áfram að prófa nýja bíla.
 
Við slepptum Muscle car mánaðarinns í þetta skipti en sá dálkur verður hjá okkur í næsta blaði auk nýrra þ.átta sem við erum að leggja loka hönd á núna. Þá verðum við með keppnis og atburðadagatöl ársins hjá akstursklúbbum og akstursíþróttaklúbbum en mikið verður um að vera í mótorsportinu í sumar. Þá er gríðarlega mikið um að nýir og breyttir bílar séu að skjótta upp kollinum hjá bílaumboðunum og erum við að
sjá nýjann RAV4, Ford Kuga, og nýjan SantaFe svo eitthvað sé nefnt.
 
Þá ætlum við að taka púlsinn á rafbílunum og þeim bílum sem nota “öðruvísi eldsneyti” og reyna að fylgjast með
þeirri þróun. Við ætlum að bridda upp á ýmsum nýungum í komandi blöðum og erum bjartsín á komandi sumar og árið 2013.
 
Hálfdán Sigurjónsson.