Mars 2013

veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar sem blaðið hefur fengið, er sannarlega þörf á svona blaði fyrir þennan geira, það er fyrir bæði áhugafólk um bíla vélhjóla/vélsleða og bátasport og hins vegar fyrir alla þá sem hafa bara áhuga á að kaupa sér ný tæki og/eða að halda sínum tæjum vel við. Við munum leitast við að skrifa um nýjungar í þessum málum og halda lesendum okkar upplýstum um hvað er að gersat í því nýjasta.


Í næsta blaði er ætlunin að fara að ræða um komandi sumar og erum við að spá í að kynna þrjá bíla sem við mælum með í sumarferðirnar um landið. Þá er ætlunin að kynna ferðavagna í blaðinu og erum við að velja bílana með það í huga að þeir geti dregið tjaldvagn eða hjólhýsi hvert á land sem er. Þá ætlum við að kynna mótorsport bæði á sjó og landi, en okkur bárust ekki myndir af Rally Kross í tæka tíð fyrir þetta blað. Í næsta blaði byrjar því líka upphitun fyrir mótorsport sumarsins og við ætlum að vera með kynningar í næstu blöðum á þeim klúbbum sem halda keppnir og dagatöl þeirra. Og svona í lokin, ef þið hafið einhverjar hugmyndir að efni í blaðið eða eruð með einhver mál sem tengd eru bílum og öðrum mótorknúnum tækjum endilega sendið okkur póst á:


This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hálfdán Sigurjónsson.