Maí 2013

Þá er komið að þessu 5. tölublaði Mótor & Sport.
Þetta blað er seint á ferðinni þar sem okkur langaði að ná bílasýningu Bílgreinasambandsins
eins og lesendur sjá.Þá eru í blaðinu myndir frá hópakstri Sniglana 1. Maí. Blaðið er með
nokkurri mótorhjólatengingu og vonum við að meira af mótorhjólum rati á síðurnar hjá okkur
í næstu blöðum.
 
Næsta blað verður mikið tekið undir mótorsport og upphitun fyrir bíladaga á AkureyriÞá er
nú loksins farið að vora vona ég og mótorsportið að fara á stjá.hér ætlum við að skoða hvaða
mótorsport er á döfinni núna í maí.
 
Eins og þeir sem hafa lesið apríl útgáfuna af mótor og sport hafa séð þá var keppnisdagatalið
fyrir bílasportið í opnu þá en núna er það hins vegar dagatalið fyrir hjólasportið.Þá munum við
nota allavega eina síðu í hverjum mánuði til að kynna mótorsport og aðrar akstursuppákomur
sem verða í komandi mánuði og er þessi pistill byrjunin á því.
 
Krúser klúbburinn og Fornbílaklúbburinn eru báðir með vikulegar uppákomur.Krúserarnir
eru með sína vikulegu hópakstra sem byrja hjá Krúser heimilinu að Höfðabakka 9 og enda
síðan niður í miðbæ eftir nokkra Laugavegsrúnta.
 
Fornbílaklúbburinn er hins vegar með sína rúnta og spjallkvöld á miðvikudögum og er þá bara
að koma í félagsheimili þeirra fornbílamanna að Hlíðarsmára 9 3. hæð og skoða hvað er að
gerast.Þeir sem vilja fylgjast betur með dagskrá fornbílamanna er bent á heimasíðu klúbbsins
www.fornbill.is.
 
Fyrstu Íslandsmótin í Maí verða þann 11. en þá er bæði keppt í Torfæru og Drift.Það er
Formula Off Road klúbburinn sem heldur Skipalyftu torfæruna í Vestmannaeyjum, en þar eru
skráðir 6 keppendur í standardflokki og 15 í sérútbúnum flokki.Þetta gera alls 21 keppanda
sem er mjög gott miðað við fyrstu keppni ársins.Síðan er fyrsta keppnin í drift á þessu ári en
Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) Driftdeild stendur fyrir þeirri keppni og er hún eins
og torfæran fyrsta keppnin í Íslandsmóti 2013. Drift keppnin er haldin á Rallýkrossbrautinni
við Krýsuvíkurveg.
 
Helgina 18. og 19. Maí eru síðan tvær Íslandsmeistarakeppnir, bæði í kvartmílu og rallýkrossi
svo og bikarmót í gokart.24. og 25. er vor Rallý BÍKR og síðan sömu helgi er Torfærukeppni
AÍFS á suðurnesjum. Laugardaginn 1. júní er síðan Íslandsmeistaramót í GoKart, og síðan
Shoot Out keppni í kvartmílu.7-8 júní er síðan Rallý á suðurnesjum haldið af AÍFS, og
Kvartmíluklúbburinn heldur sinn árlega Musclecar dag á Kvartmílubrautinni þann 8. júní.