Jeep Wagoner 1974

Þegar verið er að tala um ferðalög á fjöllum og vetrarferðir þá kemur eitt nafn strax upp í hugann og það er ferðaklúbburinn 4x4.
4x4 klúbburinn var stofnaður af áhugamönnum um fjallaferðir á jeppum og hefur hann síðan orðið að sterkum hagsmunasamtökum fyrir jeppamenn.
Fleiri ferða/jeppaklúbbar eru starfræktir í kringum þessa ferðamennsku og munum við gera þeim skil í komandi blöðum.
Við munum koma betur að 4x4 klúbbnum í seinna í vetur en núna langar okkur að segja frá nokkrum af þeim jeppum sem menn eru að nota í vetrar og sumarferðir á
fjöllum.
Í þessari fyrstu grein okkar ætlum við að segja frá Jeep Wagoneer sem Logi Ragnarsson á og hefur breytt fyrir fjallaferðir.
Tækið er AMC Jeep Wagoneer og er árgerð 1974, reyndar er boddýið árgerð 1986 en það gerir þetta bara flottara.
Smári Kristófersson breytti bílnum upphaflega en Logi keypti bílinn fyrir sjö árum og hefur síðan verið að endurbæta hann og breyta.
Það er vel hægt að segja að þetta tæki beri af á fjöllum enda er hann eingöngu notaður í fjallaferðum og geymdur í skúrnum þess á milli.
Bíll eins og þessi Wagoneer er klassíst dæmi um eldri jeppa sem búið er að ganga í endurnýjun lífdaga og er einn sá flottasti á fjöllunum í dag.
En vindum okkur í smá tæknileg atriði.
Mótorinn er 360cid (rúmtommu) AMC V8 eða 5,9L rúmtak, með AMC pottjárns heddum með 2,02“ insogs ventlum og 1,68“ útblástursventlum.
Rocker armarnir eru með pinnalegum (Roller).
Soggreinin er frá Eddelbrock og blöndungirnn er Holley Truck Avenger sem flæðir 670cfm, sem gerir rúmlega 62 rúmmetrar á mínútu. Kveikikerfið er frá MSD með svokölluðu „ping control“ sem sér um að ekki komi til forkveikingar í brunahólfinu.
Þá er bíllinn með flækjur og fleira góðgæti.
Áætluð hestöfl eru um 300 út í hjól.
Turbo 400 sjálfskipting er síðan boltuð aftan á vélina og í henni er shift kit og síðan við hana eru tengdir hitamælar og fleira til að lengja líftíma hennar.
Hásingarnar eru Dana 44 bæði að framan og aftan með 4,88:1 hlutföllum og ARB loftlæsingum.
Felgurnar eru síðan frá Weld Racing 14“ breiðar og á þær eru síðan sett 44“ Dick Cebec dekk sem boltuð eru föst með svokölluðu beadlock kerfi.
Mótor & Sport Smáauglýsingar.
Hafið samband