• Ford Explorer 2012

 • Chevrolet Captiva

> <
 • 1
 • 2
 • Default
 • Title
 • Date
 • Random
 • Tegund: Audi A4 Allroad. Allroad viðhengið merkir á Audimáli að um sé að ræða stationútgáfu með aukinni veghæð og fjórhjóladrifi. Sem sagt; fjórhjóladrifinn stationbíll. Það er nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel. Ég man, líklega 1977, eftir að
  Lesa meira +
 • Sportbíll-GT Bíll? Er munur? Hver er munurinn? Þessar spurningar kalla á smá sagnfræði og jafnvel málsögu. Sko. Sportbíll er lítill, opinn, tveggja sæta, afturdrifinn, ekkert endilega mjög aflmikill en hefur góða aksturseiginleika á þröngum, hlykkjóttum vegi. Akstursánægja skiptir
  Lesa meira +
 • Koenigsegg Agera Á Páskadag var undirritaður staddur í Svíaríki og þennann dag er ferðinni heitið til Vallahalla-park í Ängelholm..og nei þetta var ekki fundur hjá sjálfstæðisfélaginu i Ängelholm né árshátíð ásatrúarmanna heldur aðalbækistöðvarnar þar sem OFUR bílaframleiðandinn Koenigsegg
  Lesa meira +
 •   Þá er komið að fyrstu bílaprófuninni hjá okkur hér hjá Mótor & Sport og fyrir valinu varð Ford Explorer.Bíllinn sem við fengum var 2012 Explorer með öllum aukahlutum nema topplúgu og með 3,5L V6 TI-VCT vélinni sem er
  Lesa meira +
 • Þegar verið er að tala um ferðalög á fjöllum og vetrarferðir þá kemur eitt nafn strax upp í hugann og það er ferðaklúbburinn 4x4.4x4 klúbburinn var stofnaður af áhugamönnum um fjallaferðir á jeppum og hefur hann síðan orðið
  Lesa meira +
 • Fyrir valinu varð Chevrolet Captiva LT 2013, með 2,2L Diesel vél og 6 þrepa sjálfskiptingu. Þegar maður gengur að bílnum og horfir á hann þá verður manni ósjálfrátt hugsað til gömlu Amerísku jeppanna þar sem bíllinn er allur
  Lesa meira +

Koenigsegg Agera

Koenigsegg Agera

Á Páskadag var undirritaður staddur í Svíaríki og þennann dag er ferðinni heitið til Vallahalla-park í Ängelholm..og nei þetta var ekki fundur hjá sjálfstæðisfélaginu i Ängelholm né árshátíð ásatrúarmanna heldur aðalbækistöðvarnar þar sem OFUR bílaframleiðandinn Koenigsegg er til húsa.

Planið var að hitta Christian von Koenigsegg á miðvikudeginum fyrir Páska, en því miður urðu tæknilegir hnökrar á því þannig að sunnudagurinn varð fyrir valinu og engin C.v.K til staðar, en á móti mér tók Ólafur nokkur Baldursson, starfsmaður hjá Koenigsegg .

Óli hefur unnið í 2 ½ ár hjá Koenigsegg, verið aðalkallinn á verkstæðinu og er nú í þróun á loftflæðihlutanum , er ansi vel inn í öllu ef satt skal segja frá. Óli hefur meðal annars verið engine assembler eða vélasamsetningamaestro með meiru hér er mótor sem Óli skrúfaði saman

Ekki bagalegt að vera með nafnið sitt á vélinni, Handbuilt by Ólafur, HRIKALEGA TÖFF

Óli er þyrluflugmaður og með ýmsa þekkingu og reynslu á sviði véla ásamt miklum áhuga, enda gerði hann carbon próto-týpu sem féll Christian von Koenigsegg svo að skapi að hann var ráðinn á staðnum

Það má segja að bækistöðvarnar þ.e.a.s skrifstofurnar bera engan glanz-style utan á sér allt innandyra er mjög einfalt ekkert bruðl, en hagkvæmni hagsýni og gott skipulag er það sem fyrir augum ber. En svíar búa til gæða vörur, það mega þeir eiga.

Eftir smá rölt um skrifstofurnar var komið að aðalatriðinu, sjálfri verksmiðjunni, þar sem þessar hrikalegu græjur eru búnar til ef verksmiðju skildi kalla, þetta eru fyrrum bækistöðvar flugsveitar í Sænska flughernum. Það kom á óvart hversu afslappað allt var þarna að sjá, ekkert TOP-SECRET panic yfir öllu en ég fékk samt að sjá fullt af leyndo. Mér líður þannig að Koenigsegg er án vafa eitt dýrasta,magnaðasta og kraftmesta farartæki sem hægt er að kaupa í dag. AGERA-R er nýjasta afsprengi fyrirtækisins, og er að öðrum bílum ólöstuðum eitt mesta dúndur sem hægt er að eyða aukakrónunum í AGERA-R er td. 5 sek fljótari 0-300 en Bugatti Veyron Super-Sport sem er ekki litla græjan eins og menn ættu að vita (Veyron er reyndar fljótari í 100km sökum 4wd) það skal reyndar tekið fram að Koenigsegg fær ekki kraft úr kókómjolk. Mér finnst persónulega Koenigsegg GEGGJAÐIR bílar , sá sem er ósammála skal hér með hætta að lesa.

 


ALLT og ég meina allt er custom made sér hannað eða búið til fyrir viðkomandi kúnna enda er grunngerð hvers bíl í dag milli ellefu og tólf milljónir sænskar það eru nokkrar hillur frá Ingvari Kamprad, vinnubrögðin,einfaldar og eða flóknar lausnir ásamt snilldar hugviti gera þessa fásinnu upphæð réttlætanlega þegar á hólminn er komið að mínu mati. Þessi bifreið er hreint MERGJUÐ í alla staði, sumum finnst þetta ljótt en að mínu mati er að þeir sem ekkert vit né áhuga hafa á individual ofurbílum, en horfa bara á fjöldaframleidda spaghetti kassabíla og vilja meina að það sé málið!! Það skal reyndar tekið fram að ofurdjásnið sem Argentínumaðurinn býr til á Ítalíu er undanskilið enda í sama klassa og flokki og Koenigsegg AGERA-R er búin til úr Honeycomb mottu að hluta til sem er svo hulið með Carbon annars er grindin úr sérstyrktu stáli seamless aeronautical chrome-molybdenum tubing og aðrir hlutar og öll yfirbygging úr koltrefjum (Carbon) og gerir AGERA-R að lang-lang sterkasta skráða fólksbíl sem framleiddur hefur verið fram að deginum í dag .

 

  

Það er næstum grátbroslegt hvað sumir geta misst sig í bullinu eða þá sérviskunni þegar þeir eru að panta svona græju enda snýst þetta að uppfylla séróskir hvers og eins, með bros á vör og viljan að vopni, allar óskir uppfylltar er aðal markmiðið. Þannig að ef ég væri í kaupgetu til að versla svona græju myndi eflaust aðal tíminn fara í að reyna að koma allskonar persónulegum hégóma til skila enda er ég með Diplóma í slíkum fræðum, get tapað mér í ýmsu er viðkemur Mótorsporti. Vélin í AGERA er meistarstykki og er ógurlega öflug enda á Koenigsegg flest öll met sem til eru er varðandi performance á einn eða annan hátt, á nær öllum sviðum,ÓTRÚLEGT hreint út sagt.

Það er samt lýgilegt að grunnur þessarar vélar kemur frá Ford racing deildinni,, ATH er ekki að gera lítið úr því ,td eru heddin nær algerlega orginal en sérútfræst sprengirými en blokkin í dag er alveg hönnuð af Koenigsegg en var frá Ford í upphafi. Svo eru titan stimpil-stangir og ultra sterkir stimpil kollar drysump dælan er orginal Ford Racing en allt í kringum hana er búið til hjá Koenigsegg . Ég ætla ekki að fara út í ævi og störf Christian von Koenigsegg, slíkt geta lesendur nálgast á netinu með auðveldum hætti. Christian von Koenigsegg vill hafa sem flest alla hluti gerða i Ängelholm eða inni á gólfi ef hægt er eða nota þrautreynda hluti sem mikil reynsla er af, hann var orðinn verulega langþreyttur á einhverjum wannabe framleiðendum sem standast engan veginn þær performance kröfur sem gerðar eru til Koenigsegg bílana. Hér má sjá bremsurnar en diskurinn er AÐEINS 400mm þvermál.


En þeir gáfust upp á MOVIT var engan veginn nógu gott, hættu með AP-Racing og að eiga við Brembo var eins og að tala við disk fullann af Pasta.


Eitt sló mig, en á notalegan máta sem eigandi og mikill aðdándi W124 Mercedes þá sá ég að AGERA-R er með Rúðuþurrkumótur úr þýskum leigubíl frá Hamburg.


Monoarm, afhverju? Jú besti og áræðanlegasti rúðuþurrku-búnaður nokkurn tíman búinn til en Mercedes hætti að nota það var allt of dýrt í framleiðslu,enda eru allir Benzar í dag með skítugar framrúður, eftir að þeir droppuðu þessari hönnun.


Allir mótorar eru keyrðir inn á DYNO sem N/A 5.0L 32v og skila um 570 NM, á 9.0 þjöppu svo er turbo og allt er fylgir því sett á og þeir settir á ROTOR-DYNO bíllinn orðinn fullsmíðaður alveg.

AGERA-R er með Ítalskan 7 gíra kassa frá CIMA, felgan er tekin af og beintengt við öxulinn og þannig kemur milli mapp, en loka mappið er gert út á flugbraut boostið er er 1,4 bar sem er ekkert öfga,miðað við það sem viðast gengur og gerist á ultra öflugum blásnum vélum nú til dags. En hver bíll er EKKI kraftmeiri eða kraftminni en næsti bíll, allir bílar bera sama mapp og allir eru með flex-fuel skynjara continental uppfinning og Koenigsegg voru fyrstir til að nota það í production bíl, þannig að viðkomandi bíll breytir mappinu sjálfur eftir því hvaða eldsneyti fer á bílinn, sniðugt, nei,aðeins meira og rúmlega það, þannig að menn geta verið nær allstaðar í veröldinni og sett hvaða bensin á bílinn einnig E85 og jafnvel E100 og staðið tíkina flat out átján bláa en allir AGERA-R eru 1140hp og 1250 Nm, frá verksmiðju orginal


Þessir rótor dyno þolir 4000 newtonmetra það er ca eins og Búrfell og Hrauneyjafoss til samans og er búið að maxa rottuna segir sagan, (Vá,, hvað er að frétta) þannig að afl og gæði haldast í hendur og ef satt er þá er þetta klárlega mesta græja veraldar, og gerir kaupverðið rúmlega réttlætanlegt, er það ekki?


Málningarvinnan á Koenigsegg bílunum er án vafa sú gerðarlegasta sem ég hef séð algerlega hnökrulaus öll samskeyti þar sem litur og sjáanlegt Carbon mætast er óaðfinnanlegt og er vonlaust að finna eitt eða neitt athugavert enda ku aðalstrumpurinn vera snillingur og efast ég ekki um getu hans, mér skilst að Christian sé MJÖG stoltur af öllum frágangi er snýr að bílunum og lýtur að málningardeildinni,fyrir 200 kúlur er maður kannski ekki til í að sjá pensil stroku eða ryk í lakkinu eða hvað? Nýjasti bíllinn á framleiðslu línunni er nr 103 en um FULL-CARBON bíl er að ræða þ.e.a.s allt carbon er sjáanlegt en slíkt gerir bílinn töluvert dýrari en ef bíllinn væri með lit að hluta eða nær allur málaður. Enda er vinnan við fyrsta lagið á koltrefjunum GRÍÐARLEG allt þarf að skerast saman og samskeyti að vera í 45° enda er útkoman glæsileg fyrir þá sem hafa skilning á alvöru handbragði. Bíll nr 100 AGERA-R HUNDRA heitir græjan, var þarna inni og var sá bíll sýndur á Geneva autoshow bíllinn er skreyttur með 24 karata gulli og kom maður frá Ítalíu með viðkomu í Fort-Knox til að setja skrautið á og var eflaust allmikið föndur enda listilega vel gert hann hand póleraði svona snúninga í gullið og ég ætla ekki að reyna að giska á hvað svona bling hefur kostað!. Inni á gólfi var bíll sem verið var að gera smá test á og átti eigandinn 2 og báðir í sömu litum en litunum var víxlað á sitthvorum bílnum, sumir geta þetta , og var verið að testa mappið á honum, en að heyra svona bíl fara í gang er all rosalegt Herbert von Karajan hefði hlaupið í felur og Ivan Rebroff hefði skammast sín væru þeir enn á lífi.


Eitt var nýtt þarna inni á gólfi en það var FULL carbon felga 20” 6 kg..


Á performance grundvelli er þetta vangefið flott og rústar öllum öðrum felgum í ÖLLU varðandi styrk og léttleika en fyrir mig persónulega þá er ég ekkert hrifinn af þessu finnst þetta ljótt, en sleppur eflaust þegar búið er að mála þetta silfrað eða eitthvað álíka. Í heimi trúarbragða er snýr að bílum og kappakstri eru öfgarnar stundum svo út úr kortinu að ég nota samlíkingu eins og hér fer á eftir til að fólk átti sig á hvernig menn missa sig hreint oft á tíðum Ég er handviss um að hardcore carbon nördar myndu frekar vilja einir með svona carbonfelgu heila kvöldstund heldur en að fara á date með Claudiu Schiffer og ég tek vægt til orða gætið að því.


Að lokum gengum við um þá kima þar sem þróun og aðrir hlutir er ekki má ræða um voru geymdir. Ég get allavega sagt það að ef tarrot-spilin leggjast rétt þá ætti Koenigsegg að geti orðið leiðandi á ýmsum sviðum er snýr að hönnun og þróun véla og bílhluta, en Koenigsegg á fjöldan allan af einkaleifum í dag, eru í lokaþróun eða notkun í bílaiðnaðinu nýjasta nýtt er án vafa CARGINE en það er bensinmótor án knastás öllu stjórnað með lofti og rafmagni.pneumatic, eins og í Formúla 1 vélum. Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni en Koenigsegg eru líklega þeir sem lengst eru komnir með þetta, það var orðið áliðið dags og ég átti að mæta í flug á Kastrup um kvöldið svo ég kvaddi Óla og ók í áttina að Kaupmannahöfn en ég var að fara í annað sinn yfir Öresund brúnna sama dag, 6800 ísl kr hvert skiptið.


Sveinbjörn Hrafnsson

Myndbönd